Spurningar & Svör
Algengar spurningar
Stafrói er endurunnin hönnunarvara úr leikföngum frá Góða hirðinum. Hann framleiddur á Íslandi hjá frumkvöðlafyrirtækinu Plastplan og í samvinnu við Góða hirðinn fáum við ónýt leikföng sem eru brædd í sérhönnuð stálform og látin kólna. Þannig verða til stafir í stafrófinu í fagurlegri litablöndu. Stafahönnunin og hönnun formanna; ský, sól, máni og stjarna eru í höndum grafíska hönnuðarins Gabríels Markan. Stafrói fellur afar vel að hringrásarhagkerfinu því auk þess að vera framleiddur úr gömlum leikföngum þá er hann er 100% endurvinnanlegur.
Í kaupferlinu er spurt um nafnið sem á að vera í óróanum. 5 stafir eru innifaldir í verði Stafróa og ef nafnið er lengra en 5 stafir er best að kaupa aukastafina um leið og Stafrói er keyptur, einn staf í einu undir Aukastafur. Það er til þess að skýrt sé í kaupunum hvaða aukastafir eiga að fylgja með. Þar að auki fylgja með formin sól, ský, stjarna og máni en einnig er mögulegt að kaupa viðbótarform. Ef nafnið er styttra en 5 stafir, t.d. Ari sem er þriggja stafa nafn þá er hægt að velja tvö aukaform í staðinn. Þetta er gert undir Stafrói (stutt nafn)
Stafróinn kemur í fallegum kassa tilbúinn til þess að hengja upp.
Já það er mjög lítið mál. Línan sem hangir í miðju óróans, með nafninu verður þá löng en einnig er hægt að hafa tvær nafnalínur hangandi úr spíralnum og fullt nafn kemur fram. 5 stafir eru innifaldir í verði á Stafróa. Ef kaupa þarf fleiri stafi þá er best að gera það í einu og sama kaupferlinu, einn staf í einu undir Aukastafur. Það er gert til þess að skýrt sé hvaða stafir og nafn á að vera í Stafróa.