top of page

Stafrói (stutt nafn)

13.800krPrice

Stafrói er íslensk hönnunavara með stöfum í nafni. Hver Stafrói er einstakur og framleiðslan skilar fögru samspili lita sem kemur skemmtilega fram í hverjum óróa fyrir sig. Enginn Stafrói er eins. Hverjum Stafróa fylgja fimm stafir og fjögur form. Hægt er að velja um stjörnu, mána, ský og sól sem eru innifalin. Ef nafnið er styttra en 5 stafir er hægt að velja aukaform í stað stafanna. 

Stafrói er endurunninn úr ónýtum leikföngum í samvinnu við Góða hirðinn. Frumkvöðlayrirtækið Plastplan sér um að bræða ónýt leikföng í sérhönnuð stálform. Stafagerðin er sérhönnuð fyrir Stafróa.  

 

Stafrói er EKKI leikfang. Óróann skal hengja í loftið þar sem barnið nær ekki til hans. Barn má einungis handleika Stafróa undir eftirliti fullorðinna. 

0/20
0/50
Quantity
    • Upplýsingar um Stafróa

      Stafrói er endurunnin hönnunarvara, framleiddur á Íslandi hjá frumkvöðlafyrirtækinu Plastplan . Í samvinnu við Góða hirðinn fáum við ónýt plastleikföng og þau eru brædd í sérhönnuð stálform og látin kólna. Þannig verða til stafir í stafrófinu í fagurlegri litablöndu. Stafahönnunin og hönnun formanna; ský, sól, máni og stjarna voru í höndum grafíska hönnuðarins Gabríels Markan. Stafrói fellur afar vel að hringrásarhagkerfinu því auk þess að vera framleiddur úr gömlum leikföngum, sem eru gagnslaus og færu annars í ruslið, þá er Stafrói 100% endurvinnanlegur. 

    • Endurgreiðsla

      Ef Stafrói er ekki eins og vonir stóðu til býðst kaupandanum endurgreiðsla sem nemur 70 % af söluverði Stafróa. Ástæðan fyrir því að ekki fæst 100% endurgreiðsla er sú að það tekur okkur tíma að sérhanna hvern Stafróa.  Kaupandi sendir Stafróa til baka og hefur samband við okkur á netfangið stafroi@stafroi.is

    • Sendingarupplýsingar

      Stafrói er laufléttur og við leitumst við að pakka honum eins vel og mögulegt er til þess að vernda vöruna án þess að kosta til of miklum umbúðum sem auka á þyngd og flutningskostnað. Kostnaður við sendingu reiknast í kaupferlinu. Pósturinn sér um sendingar fyrir Stafróa.

    bottom of page