Aukastafur
hverjum Stafróa eru 5 stafir úr íslenska stafrófinu, valdir sérstaklega til að mynda nafnið sem óróinn er tileinkaður.
Ef nafnið er lengra en 5 stafir getur þú bætt við aukastöfum – vinsamlegast tilgreindu þá við pöntun svo við getum sett saman rétt nafn.Stafirnir eru mótaðir í sérhönnuð stálform og engin tveir eru eins. Litirnir ráðast af því hvaða leikföng eru endurunnin hverju sinni – allt frá litríkum kubbum og bílum til dýra og dúkkna.
Bræðsluferlið hjá Plastplan skapar einstakar og óvæntar litablöndur sem gera hvern staf að litríku listaverki.
Upplýsingar um vöruna
Bókstafirnir í Stafrói eru hannaðir af grafíska hönnuðinum Gabríel Markan. Stafirnir eru er endurunnin hönnunarvara, framleiddir á Íslandi hjá frumkvöðlafyrirtækinu Plastplan . Í samvinnu við Góða hirðinn fáum við ónýt plastleikföng og þau eru brædd í sérhönnuð stálform og látin kólna. Þannig verða til stafir í stafrófinu í fagurlegri litablöndu. Stafrói fellur afar vel að hringrásarhagkerfinu því auk þess að vera framleiddur úr gömlum leikföngum, sem eru gagnslaus og færu annars í ruslið, þá er Stafrói 100% endurvinnanlegur.
Endurgreiðsla
Ef keyptir hafa verið rangir stafir eða þeir ekki eins og vonir stóðu til býðst kaupanda að senda þá tilbaka og fá nýja í staðinn. Best er að gera það með því að hafa samband við okkur á netfangið stafroi@stafroi.is
Sendingarupplýsingar
Stafrói er laufléttur og við leitumst við að pakka honum eins vel og mögulegt er til þess að vernda vöruna án þess að kosta til of miklum umbúðum sem auka á þyngd og flutningskostnað. Kostnaður við sendingu reiknast í kaupferlinu. Pósturinn sér um sendingar fyrir Stafróa.